Klappir grænar lausnir hf.: Boðun hluthafafundar 17. október 2019


Stjórn Klappa grænna lausna hf. boðar til hluthafafundar í félaginu á starfsstöð þess að Austurstræti 17, í fundarsal á 4. hæð, fimmtudaginn 17. október 2019, og hefst hann kl. 16:00.

Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál:

1.              Tillaga stjórnar vegna samruna við Stika ehf.

2.              Kosning stjórnar. 

3.              Önnur mál sem eru löglega borin fram.

Stjórn mun leggja fram eftirfarandi tillögu vegna samruna við Stika ehf.:

Tillaga er gerð um að samruni Stika ehf., kt. 420392-2149, við Klappir grænar lausnir hf. verði staðfestur af hluthafafundi í samræmi við samrunaáætlun félaganna sem undirrituð var þann 31. maí 2019. Eins og fram kemur í samrunaáætlun stendur til að Klappir grænar lausnir hf. gefi út 7.891.378 nýja hluti í B-flokki hlutabréfa til eigenda Stika ehf. sem endurgjald vegna samrunans. Stjórn leggur því til að fundurinn samþykki samrunann og samhliða nauðsynlegar breytingar á samþykktum sem leiða af aukningu á hlutafé um 7.891.378 nýja B hluti.

Tillaga um kosningu stjórnar hefur að markmiði að fækka stjórnarmönnum úr sjö stjórnarmönnum í fimm stjórnarmenn og að skipun stjórnar samræmist reglum um góða stjórnarhætti, meðal annars um stærð og samsetningu stjórnar og að meirihluti stjórnar sé óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.   

Dagskrá og endanlegar tillögur munu verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, Austurstræti 17, 5. hæð, tveimur vikum fyrir hluthafafund.

Öll gögn verða lögð fram fyrir hluthafa á síðunni www.klappir.is/fjarfestar.

Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað frá kl. 15.45. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í A-flokki hlutabréfa. B-hlutabréf hafa ekki atkvæðarétt.

Stjórn Klappa grænna lausna hf.