Lykill fjármögnun hf.: Skuldabréfaútboð 26. febrúar


Lykill fjármögnun hf. efnir til skuldabréfaútboðs miðvikudaginn 26. febrúar næstkomandi. Boðinn verður til sölu skuldabréfaflokkurinn LYKILL 16 1.

Skuldabréfaflokkurinn er jafngreiðslubréf með mánaðarlegum afborgunum og fljótandi vöxtum tengdum 1M REIBOR að viðbættu 110 punkta álagi. Flokkurinn var upphaflega gefinn út árið 2016 til 7 ára, er með lokagjalddaga í október 2023 og er tryggður með veði í útlánum og fjármögnunarsamningum Lykils. Skuldabréfin hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Áður hafa verið gefin út bréf í flokknum að nafnvirði 5.080 m.kr og er útistandandi höfuðstóll um 2.904 m.kr.

Markaðsviðskipti Arion banka hf. hafa umsjón með útboðinu og kynna það fyrir fjárfestum. Útboðið verður lokað og skuldabréfin seld á pari eða genginu 100,0. Lykill fjármögnun áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.

Ekki er um almennt útboð að ræða, og er þátttaka í útboðinu aðeins heimil aðilum sem flokkast sem hæfir fjárfestar skv. 9. tl.  43. greinar laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Útboðið er undanþegið gerð lýsingar, sbr. 1. mgr., 1. tl. a og b, 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreindra flokka skuldaskjala eru birt á vefsíðu félagsins: https://www.lykill.is/starfsemi/fjarfestatengsl/

Skila skal inn tilboðum á netfangið skuldabrefamidlun@arionbanki.is fyrir klukkan 17:00 miðvikudaginn 26. febrúar. Uppgjör viðskipta fer fram miðvikudaginn 4.mars.

Nánari upplýsingar veita:
Hrafn Steinarsson, Markaðsviðskiptum Arion banka hf., hrafn.steinarsson@arionbanki.is s: 856 6910
Arnar Geir Sæmundsson, Forstöðumaður Fjárstýringar hjá Lykli Fjármögnun hf., arnarg@lykill.is, s: 896 6566