Arion banki: Frestun ákvörðunar um arðgreiðslu á aðalfundi


Arion banka hafa borist skriflegar beiðnir frá hluthöfum, sem ráða yfir meira en þriðjungi hlutafjár bankans, um frestun ákvörðunar á aðalfundi um greiðslu arðs um tvo mánuði. Beiðnirnar byggja á heimild í 3. mgr. 84. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Beiðnirnar eru í takt við tilmæli Seðlabanka Íslands um að fjármálafyrirtæki endurskoði arðgreiðslutillögur í ljósi óvissu í efnahagsumhverfinu vegna COVID-19.

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast sendið póst á hluthafar@arionbanki.is