Arion banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun og kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun lokið


Í viku 12 keypti Arion banki eigin hluti á Nasdaq á Íslandi og sænsk heimildarskírteini (SDR) á Nasdaq í Stokkhólmi. Sjá frekari upplýsingar hér að neðan.

Endurkaup á hlutum á Nasdaq Ísland voru eftirfarandi:

VikaDagsetningTímiFjöldi hlutaViðskiptaverðKaupverð
1216.03.202009:30  99.998 59,90  5.989.880 
1216.03.202009:30  200.000 59,90  11.980.000 
1216.03.202009:30  100.002 59,90  5.990.120 
1216.03.202012:43  200.000 59,80  11.960.000 
1216.03.202013:37  89.800 59,60  5.352.080 
Samtals í viku 12    689.800    41.272.080 

Endurkaup á heimildarskírteinum á Nasdaq í Stokkhólmi voru eftirfarandi:

VikaDagsetning Tími Fjöldi heimildar-skírteinaViðskiptaverð (Vegið meðaltal)Kaupverð (SEK)
1216.03.2020   284.354 4,30  1.224.002 
1217.03.2020   261.578 4,18  1.092.690 
Samtals í viku 12    545.932    2.316.692 

Um er að ræða viðskipti í samræmi við endurkaupaáætlun bankans sem var hrint í framkvæmd þann 31. október sl., sbr. tilkynningu til beggja kauphalla þann 31. október 2019.

Arion banki átti fyrir viðskiptin í viku 12 samtals 94.582.427 eigin hluti og heimildarskírteini. Arion banki hefur nú eftir viðskiptin keypt samtals 95.818.159 eigin hluti og heimildarskírteini samkvæmt áætluninni, eða sem nemur 5,28% af útgefnum hlutum í félaginu. Frá því að endurkaupaáætlunin hófst hefur bankinn keypt samtals 82.523.109 hluti og 12.915.830 heimildarskírteini. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals ISK 6.639.999.016 og kaupverð heimildarskírteina SEK 78.484.595.

Endurkaupum samkvæmt endurkaupaáætluninni er nú lokið. Samkvæmt endurkaupaáætlun bankans mátti að hámarki kaupa 100.000.000 hluta/SDR, sem samsvaraði 5,5% af útgefnum hlutum í bankanum. Fjárhæð endurkaupanna skyldi að hámarki nema 8 milljörðum króna.

Endurkaupaáætlunin var framkvæmd í samræmi við lög og reglur á Íslandi og í Svíþjóð, þ.á m. lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik (MAR) nr. 596/2014, framseld reglugerð framkvæmdastjórnar ESB (EU) 2016/1052 frá 8 mars 2016.

Nánari upplýsingar veitir Theodór Friðbertsson, forstöðumaður fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, sími 856 6760.