Heimaríki Landsvirkjunar


Í 7.mgr. 3 gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er kveðið á um að útgefandi verðbréfa á skipulegum verðbréfamarkaði skuli birta val á heimaríki skv. 3 mgr. 3. gr. opinberlega. Í samræmi við það tilkynnist að Ísland er heimaríki Landsvirkjunar samkvæmt 3. mgr. 3. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, sbr. ii) lið, i) liðar, 1. mgr. 2. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og Ráðsins 2004/109/EB frá 15. desember 2004, um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað og um breytingu á tilskipun 2001/34/EB.

Reykjavík, 2. apríl, 2020

Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs.
Sími 515 9000, netfang: rafnar.larusson@landsvirkjun.is