Standard og Poor´s breytir lánshæfismati Arion banka, úr BBB+ í BBB en breytir horfum úr neikvæðum í stöðugar


Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur breytt lánshæfismati Arion banka til langs tíma, úr BBB+ í BBB og breytir horfum úr neikvæðum í stöðugar.

Helstu athugasemdir frá Standard og Poor’s:

  • Gert er ráð fyrir að áhrifa vænts alþjóðlegs efnahagssamdráttar á þessu ári sem er tilkominn vegna Covid 19 muni gæta í hinu opna íslenska hagkerfi og í bankakerfi landsins. Þetta er þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í nokkuð umfangsmiklar mótvægisaðgerðir við samdrættinum. Efnahagssamdrátturinn nú mun draga fram veikleika sem til staðar eru í íslenska bankakerfinu að mati S&P.
  • Lánshæfiseinkunin 'BBB' með stöðugum horfum endurspeglar trausta markaðsstöðu bankans á Íslandi. Bankinn er vel búinn að takast á við breytingar sem eru að verða í bankaþjónustu en hann býður uppá háþróaðar stafrænar bankalausnir og að mati S&P stendur Arion banki framar en flestir evrópskir bankar í þeim efnum.
  • Stöðugar horfur benda til þess að S&P áætli að bankinn standi af sér yfirvofandi efnahagslægð og að hann muni viðhalda traustri eiginfjárstöðu auk góðrar fjármögnunar- og lausafjárstöðu.


Nánari upplýsingar veitir Theodór Friðbertsson, fjárfestatengslum, IR@arionbanki.is, sími: 856 6760.