Klappir grænar lausnir hf.: Hækkun hlutafjár


Hlutafjárútboði Klappa er lokið og skrifuðu áskrifendur sig fyrir 4.085.484 hluta í B-flokki og er söluandvirðið þeirra 63.325.002 kr. Gengi bréfanna var 15,50. Hlutirnir skulu gefnir út rafrænt og skráðir hjá Verðbréfaskráningu Íslands í kjölfar skráningar hjá Fyrirtækjaskrá. Eftir aukningu verður heildarhlutafé 138.112.145, þar af 50.000.000 hluta í A-flokki og 88.112.145 hluta í B-flokki. Um lokað hlutafjárútboð var að ræða í umsjón Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka.

Á aðalfundi félagsins þann 2. apríl 2020 var samþykkt heimild til stjórnar félagsins til að ákveða hækkun á hlutafé félagsins í B-flokki hlutabréfa um allt að kr. 50.000.000 að nafnvirði og gildir sú heimild í 18 mánuði frá samþykkt hluthafafundar.

Nánari upplýsingar veita Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa s. 6649200
og Rafn Árnason, Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, s. 8444974.