Fundarboð vegna skuldabréfa Heimavalla hf. - HEIMA071225, HEIMA071248 og HEIMA100646


Útgefandi skuldabréfaflokkanna HEIMA071225, HEIMA071248 og HEIMA100646 hefur óskað eftir því við LEX, sem er umboðsmaður kröfuhafa og veðgæsluaðili fyrir alla 3 flokkana, að boðað verði til fundar kröfuhafa í þessum skuldabréfaflokkum til að bera undir kröfuhafa tillögur útgefanda um skilmálabreytingar og töku skuldabréfanna úr viðskiptum í kauphöllinni.

Samkvæmt ákvæðum skuldabréfanna HEIMA 071225 og 071248 er það umboðsmaður kröfuhafa, þ.e. LEX, sem annast fundarboðun, en skv. ákvæðum HEIMA 100646 skal veðgæsluaðili, þ.e. LEX, sjá til þess að útgefandi boði til fundarins. 

Í viðhengi við tilkynningu þessa eru 3 fundarboð með tillögum ásamt skjölunum „Heimstaden ársreikngur“ og „Heimstaden – Iceland Final“, sem eru kynningar sem fylgja hverju fundarboði.

Frekari upplýsingar veitir Erlendur Kristjánsson, regluvörður Heimavalla

s:669-6940, Erlendur@Heimavellir.is

Viðhengi



Attachments

Heimstaden ársreikningur Fundarboð kröfuhafafundur með tillögum - HEIMA071225 Fundarboð kröfuhafafundar með tillögum - HEIMA071248 Heimstaden - Iceland FINAL Fundarboð kröfuhafafundar með tillögum - HEIMA100646