Niðurstaða Hæstaréttar vegna uppgreiðslugjalda ÍL-sjóðs


Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði reglugerðar sem mælti fyrir um útreikning uppgreiðslugjalds vegna skuldabréfs (ÍLS-veðbréfs) sem gefið var út í apríl 2008 hafi uppfyllt þau skilyrði sem gerð voru í lögum og snéri þannig dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3141/2020.  Dómur í máli nr. E-3061/2020 var ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.

Ákveðið var að fá úr málunum skorið fyrir Hæstarétti til að leysa úr ósamræmi dómafordæma í máli nr. E-1440/2013 og E-6400/2019 sem áður höfðu fallið með þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagastoð væri fyrir innheimtu uppgreiðslugjalda.

Talsverðir fjárhagslegir hagsmunur voru í húfi fyrir ÍL-sjóð og þar með ríkissjóð, en ekki síður fyrir þá tæplega 12.000 lántaka sem greitt höfðu upp lán eða eiga útistandandi lán, með uppgreiðslugjaldi. Í desember hafði sjóðurinn innheimt 5,2 ma.kr. í uppgreiðsluþóknun og ógjaldfallin uppgreiðslugjöld virkra lána voru um 3 ma.kr., en gjöldunum var ætlað að mæta kostnaði sjóðsins af uppgreiðslu lána og höfðu lántakar notið hagstæðari lánskjara á móti.

Dómar Hæstaréttar gefa ekki tilefni til að breyta innheimtu uppgreiðslugjalda á lánum sem bera uppgreiðsluákvæði.