Islandsbanki hf.: S&P Global Ratings metur umgjörð skilameðferðar fullnægjandi


Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) tilkynnti í dag að fyrirtækið meti umgjörð skilameðferðar á Íslandi fullnægjandi. Tilkynningin kemur í kjölfar birtingar stefnu Seðlabanka Íslands um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) í desember 2021 og tilkynningar Seðlabanka Íslands varðandi samþykkt skilaáætlunar og ákvörðun um lágmarks MREL kröfu fyrir kerfislega mikilvæga banka á Íslandi þann 26. apríl síðastliðinn.

Fram kemur í tilkynningu S&P, að þrátt fyrir að búist sé við að íslenskir bankar hafi frest til janúar 2024 til að uppfylla lágmarkskröfur MREL, þá uppfyllir Íslandsbanki þær kröfur nú þegar.

Lánshæfismatseinkunn Íslandsbanka er óbreytt, BBB/A-2 með stöðugum horfum.

S&P hefur jafnframt veitt Íslandsbanka lánshæfismatseinkunnina BBB+/A-2 fyrir skuldir sem njóta verndar í skilameðferð (e. resolution counterparty ratings, RCR).

Nánari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl, ir@islandsbanki.is.

Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir

Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.