Skráning skuldabréfaflokksins LL 010641 GB og birting lýsingar


Ljósleiðarinn ehf., kt. 691206-3780, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, Íslandi, hefur birt lýsingu dagsetta 19. maí, 2022. Lýsingin samanstendur af tveimur aðskildum skjölum, verðbréfalýsingu og útgefandalýsingu (saman nefnt lýsingin). Lýsingin, sem staðfest hefur verið af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands, er birt í tengslum við umsókn um töku skuldabréfaflokksins LL 010641 GB til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. Skuldabréfaflokkurinn er tekinn til viðskipta 27. maí 2022.

Skuldabréfaflokkurinn er til 20 ára, verðtryggður á föstum vöxtum með jöfnum greiðslum á sex mánaða fresti. Skuldabréfaflokkurinn fellur undir græna fjármögnunarumgjörð, sem hefur hlotið óháða vottun frá Cicero. Nánari upplýsingar um skuldabréfaflokkinn og lýsinguna sem hefur verið birt á rafrænu formi má finna á vefsíðu útgefanda, www.ljosleidarinn.is/fjarmal

Landsbankinn hf. hafði umsjón með sölu skuldabréfaflokksins og töku til viðskipta.

Í tilefni skráningar skuldabréfa Ljósleiðarans á markað er viðfest fréttatilkynning send fjölmiðlum í dag.


Tengiliður:
Erling Freyr Guðmundsson
framkvæmdastjóri Ljósleiðarans
516 7777
erling.freyr.gudmundsson@ljosleidarinn.is

Viðhengi



Attachments

Útgefandalýsing Ljósleiðarans 19.5.2022 Verðbréfalýsing Ljósleiðarans 19.5.2022 Fréttatilkynning - Ljósleiðarinn í kauphöll