Islandsbanki hf.: Fjárhagsdagatal Íslandsbanka 2023


Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjörs og að aðalfundur fari fram á neðangreindum dagsetningum.

Árshlutauppgjör 4F 2022 / Ársuppgjör 2022    9.febrúar 2023
Aðalfundur 2023 16. mars 2023
Árshlutauppgjör 1F 2023 4.maí 2023
Árshlutauppgjör 2F 2023 27.júlí 2023
Árshlutauppgjör 3F 2023 26.október 2023

Fjárhagsdagatal bankans er einnig aðgengilegt á heimasíðu bankans. Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar

Þögult tímabil

Frá og með 21 almanaksdögum fyrir birtingu árshluta- og ársuppgjörs mun Íslandsbanki ekki fjalla um eða svara spurningum um áður óbirta fjárhagslega afkomu né horfur á afkomu bankans á fundum með fjárfestum, greiningaraðilum og/eða öðrum markaðsaðilum. Eins mun bankinn, á ofangreindu tímabili, ekki flytja erindi á fjármálaráðstefnum eða taka þátt í umræðum eða símafundum með fjárfestum, greiningaraðilum og/eða öðrum markaðsaðilum þar sem óbirt fjárhagsleg afkoma og horfur í rekstri bankans eru til umræðu.

Nánari upplýsingar veita:

Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, Fjárfestatengsl ir@islandsbanki.is sími 844 4033.
Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri, edda.hermannsdottir@islandsbanki.is sími 844 4005.

Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir

Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.