Veðskuldabréfasjóður ÍV hf. - Birting árshlutareiknings 2022


Veðskuldabréfasjóður ÍV hs. er sérhæfður hlutdeildarsjóður skv. lögum nr. 45/2020. Sjóðurinn er í rekstri ÍV sjóða hf. sem er starfsleyfisskyldur rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. sömu lögum. Sjóðurinn og rekstrarfélag hans lúta eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Sjóðurinn er útgefandi skuldabréfaflokksins VIV 14 1 sem skráður er á hjá Nasdaq OMX.

Hagnaður varð á rekstri sjóðsins á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2022 að fjárhæð 38,1 millj. kr. samanborið við 12,9 millj. kr yfir sama tímabil árið 2020. Hrein eign sjóðsins nam 1.371 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.