Reginn hf.: Kaup Regins hf. á hlutafé í Klasa ehf. frágengin



Vísað er til Kauphallartilkynningar Regins hf., dags. 3. desember 2021, þar sem tilkynnt var um undirritun samnings Regins hf., Haga hf. og KLS eignarhaldsfélags ehf. um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf.

Samningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um m.a. samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þann 10. júní 2022 var undirrituð sátt á milli Haga hf. og Samkeppniseftirlitsins um skilyrði fyrir kaupunum. Það tilkynnist hér með að viðskiptin eru komin til framkvæmda og Reginn hf. því orðinn hluthafi í Klasa ehf. Stjórn Klasa ehf. er skipuð sex einstaklingum úr hópi hluthafa og þar á meðal eru f.h. Regins Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. og Dagbjört Erla Einarsdóttir, yfirlögfræðingur Regins hf.

Áhrif viðskiptanna á hagnað fyrir skatt hjá félaginu voru 651 millj. kr. og komu þau að fullu fram í virðismati fjárfestingareigna 30. júní 2022.

Ráðgjafar Regins hf. í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf., KPMG og LEX lögmannsstofa.


Nánari upplýsingar:

Helgi S. Gunnarsson - Forstjóri - helgi@reginn.is - s: 512 8900 / 899 6262