Hlutafjárlækkun Horns III slhf. samþykkt á hluthafafundi félagsins


Vísað er til tilkynningar Ölgerðarinnar dags. 25. janúar sl., um tillögu stjórnar Horns III slhf. um hlutafjárlækkun og framsal eignarhlutar félagsins í Ölgerðinni til hluthafa Horns III slhf. sem lögð skyldi fyrir hluthafafund félagsins.

Það upplýsist hér með að á hluthafafundi Horns III slhf. sem lauk fyrir stundu var tillagan samþykkt. Horn III slhf. er í dag stærsti hluthafi Ölgerðarinnar með 17,59% eignarhlut, en nú liggur fyrir að allri hlutafjáreigninni verður ráðstafað til hluthafa Horns III slhf.

Til stendur að allur eignarhlutur Horns III slhf. í Ölgerðinni verði framseldur til hluthafa Horns III slhf. þegar fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra hefur veitt félaginu undanþágu frá innköllunarskyldu, sbr. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.