Nova Klúbburinn hf.: Uppsögn samnings um viðskiptavakt


Nova Klúbburinn hf. sagði í dag upp samningi við Arion banka hf. um viðskiptavakt með hluti í félaginu, en Arion banki hefur verið annar af tveimur viðskiptavökum félagsins. Uppsögnin tekur gildi að 14 dögum liðnum.

Samningur Nova Klúbbsins hf. við Landsbankann um viðskiptavakt heldur gildi sínu, en hann tók gildi við skráningu félagsins á markað í júní á síðasta ári.

Samkvæmt samningnum við Landsbankann setur bankinn fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Nova Klúbbsins í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland daglega fyrir opnun markaðar. Tilboð viðskiptavaka skulu að lágmarki nema 8.000.000 kr. að markaðsvirði. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Hámarksmagn sem viðskiptavaki er skuldbundinn til að kaupa eða selja á hverjum degi nemur kr. 16.000.000 að markaðsvirði.

Magnvegið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða viðskiptavakans ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa Nova Klúbbsins eins og það mælist á hverjum tíma og birt er í upplýsingakerfi Bloomberg. Í þeim tilvikum sem reiknað flökt uppfærist ekki í kerfi Bloomberg gildir útreikningur viðskiptavaka. Hámarksverðbil er skv. eftirfarandi:

10 daga flökt Magnvegið verðbil
<=20% 1%
20%-35% 2%
>=35% 3%

Nánari upplýsingar veitir fjárfestatengill Nova Klúbbsins, netfang: fjarfestar@nova.is