Sýn hf.: Tilkynning um endurkaup samkvæmt öfugu tilboðs fyrirkomulagi


Aðalfundur Sýnar hf. haldinn þann 18. mars 2022 samþykkti að veita stjórn félagsins heimild til þess að kaupa fyrir hönd félagsins allt að 10% af eigin bréfum. Heimildin skyldi m.a. nýtt í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Samkvæmt viðauka við 30. gr. samþykkta félagsins gildir heimildin í 18 mánuði frá samþykkt hennar.  

Á grundvelli framangreindrar heimildar tók stjórn Sýnar ákvörðun um að hefja framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum sem tilkynnt var um 4. nóvember sl. Endurkaupaáætlunin var framkvæmd í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Líkt og fram kom í tilkynningu Sýnar til Kauphallar fyrr í dag þá tók stjórn Sýnar ákvörðun um breytingu á yfirstandandi endurkaupaáætlun í þá veru að kaupum á eigin hlutum samkvæmt áætluninni yrði hætt.

Þess í stað og með vísan til framangreinds aðalfundar Sýnar og viðauka skv. 30. gr. samþykkta félagsins hefur stjórn Sýnar ákveðið að hefja endurkaup á eigin hlutum félagsins fyrir allt að 5,05% af útistandandi hlutum, eða allt að 800 millj. kr. að markaðsvirði, en við endurkaup skal hæsta leyfilega endurgjald fyrir hvern hlut ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra.

Samið hefur verið við Markaðsviðskipti Landsbankans um að annast endurkaupin. Kaupin fara fram með öfugu tilboðs fyrirkomulagi og samkvæmt hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæsta verði sem verður tekið. Allir hluthafar Sýnar hf. geta gert tilboð um að selja bréf sín til félagsins fyrir milligöngu Markaðsviðskipta Landsbankans. Sýn áskilur sér rétt til að taka eða afþakka hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta.

Tilboðum skal skila til Markaðsviðskipta Landsbankans, sem einnig svara fyrirspurnum, á netfangið verdbrefavidskipti@landsbankinn.is merkt „Sýn endurkaup“ eða í síma 410 7330 fyrir kl. 18:00, sunnudaginn 19. febrúar 2023.

Niðurstöður verða tilkynntar í fréttakerfi Nasdaq Iceland fyrir kl. 9:30, mánudaginn 20. febrúar 2023.

Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er miðvikudagurinn 22. febrúar 2023.

Endurkaupin eru framkvæmd í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og lög um markaði fyrir fjármálagerninga nr. 115/2021.

Sýn hf. á 3.815.886 eigin hluti, áður en endurkaupin samkvæmt tilboðs fyrirkomulaginu hefjast.

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengsl Sýnar í gegnum net­fangið fjarfestatengsl@syn.is

Landsbankinn í gegnum netfangið verdbrefavidskipti@landsbankinn.is eða í síma 410 7330