Reginn hf.: - Lækkun á hlutafé í samræmi við ákvörðun aðalfundar


Á aðalfundi Regins hf. þann 7. mars 2023 var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins. Fundurinn samþykkti að hlutafé félagsins verði lækkað um 13.605.127 kr. að nafnvirði með ógildingu eigin hluta í samræmi við ákvæði VII. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Hlutafé félagsins lækkar þar með úr 1.823.152.097 kr. að nafnvirði í 1.809.546.970 kr. að nafnvirði.

Hlutafjárlækkunin hefur verið skráð hjá Fyrirtækjaskrá. Beiðni um lækkun hefur verið send til Kauphallarinnar og óskað eftir að lækkun taki gildi 16. mars 2023.

Að öðru leyti er vísað til tilkynningar félagsins sem birtist í fréttakerfi Kauphallar þann 7. mars 2023 þar sem greint er frá niðurstöðum aðalfundar.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S:512 8900 / 899 6262

Rósa Guðmundsdóttir – Framkvæmdastjóri fjármála – rosa@reginn.is - S:844 4776