REITIR: Ráðning framkvæmdastjóra Viðskiptaþróunar


Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar hjá Reitum, en um nýtt svið er að ræða innan félagsins.

Ingveldur lauk viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og meistaranámi í verkefnastjórnun árið 2014 frá sama skóla. Frá árinu 2009 – 2016 starfaði Ingveldur hjá Arion banka, m.a. við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og á fyrirtækjasviði sem viðskiptastjóri í sjávarútvegi. Frá 2016 hefur hún starfað við ráðgjöf mest í tengslum við sjávarútveg og ferðaþjónustu. Á árunum 2017 – 2021 starfaði Ingveldur sem verkefnastjóri á Íslandsstofu, á sviði útflutnings og fjárfestinga. Hún er stofnandi og eigandi Svörtulofta ehf. sem er í ferðaþjónustu á Vestfjörðum, og eigandi og framkvæmdastjóri félagsins North 65 ehf.

Ingveldur mun mæta til starfa hjá Reitum í júní nk. og mun taka þátt í uppbyggingu og mótun hins nýja sviðs innan félagsins.

Upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson, forstjóri. Netfang: gudjon@reitir.is, sími 660 3320