Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Framboð til stjórnar


Aðalfundur Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf. verður haldinn fimmtudaginn 25. maí 2023, kl. 16:00, í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.

Framboðsfrestur til stjórnar rann út þann 20. maí sl. kl. 16:00.

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Framboð til aðalstjórnar:

  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Gerður Huld Arinbjarnardóttir
  • Hermann Már Þórisson
  • Magnús Árnason
  • Októ Einarsson
  • Rannveig Eir Einarsdóttir

Framboð til varastjórnar: 

  • Fannar Freyr Ívarsson

Er það mat stjórnar að framboðin séu gild, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga og samþykktir félagsins.

Samkvæmt gildandi samþykktum er stjórn félagsins skipuð fimm aðalmönnum og einum varamanni. Rétt er að taka fram að meðal þeirra tillagna sem stjórn félagsins leggur fyrir aðalfundinn er að felld verði út úr samþykktum félagsins ákvæði um varamann stjórnar. Verði tillagan samþykkt kemur því ekki til kjörs varamanns stjórnar.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar er að finna á heimasíðu félagsins:  https://www.olgerdin.is/fjarfestar/hluthafafundir. Þar má jafnframt finna tillögur þær sem liggja fyrir fundinum. 

Atkvæðagreiðsla á fundinum fer fram með rafrænum hætti í gegnum Lumi AGM veflausnina. Minnt er á að þeir hluthafar sem hyggjast neyta atkvæðisréttar síns á fundinum þurfa að skrá sig á fundinn fyrirfram. Skráning fer fram á www.lumiconnect.com/meeting/olgerdin2023. Nánari leiðbeiningar um skráningu á fundinn, sem og þær tillögur sem koma til umræðu á fundinum, liggja fyrir á heimasíðu félagsins: https://www.olgerdin.is/fjarfestar/hluthafafundir.

Innskráningarupplýsingar, þ.e. notendanafn og lykilorð, verða afhentar á fundarstað fyrir upphaf fundar. Eru hluthafar því hvattir til þess að mæta tímanlega á fundinn.