Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Áframhaldandi góður vöxtur á fyrsta ársfjórðungi


Ársreikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2023 – 31. maí 2023 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 29. júní 2023.

Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir fyrsta ársfjórðung 2023 (Q1 2023) eru:

  • EBITDA nam 1.157 millj. kr. samanborið við 963 millj. kr. á Q1 2023, sem jafngildir 20% hækkun milli ára.
  • Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar var 22% meiri á fyrsta ársfjórðungi 2023 en á sama tímabili 2022.
  • Hagnaður eftir skatta var 963 millj. kr. á Q1 2023 og jókst um 85%
  • Iceland Spring er nú í fyrsta skipti hluti af samstæðu Ölgerðarinnar og hafði 67 millj. kr. jákvæð áhrif á EBITDA samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi og 368 mkr jákvæð einskiptisáhrif á hagnað.
  • Eigið fé í lok Q1 2023 nam 12,5 ma. kr. og var eiginfjárhlutfall 40,3% samanborið við 39,3% við lok síðasta fjárhagsárs.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 8.093 millj. kr. í lok Q1 2023 samanborið við 7.324 millj. kr. í lok árs 2022.
  • Afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar, sem inniheldur nú Iceland Spring í fyrsta skipti, gerir ráð fyrir að EBITDA verði 5.000 – 5.350 millj. kr.

Lykiltölur (mkr.) 

Rekstrarreikningur Q1 2023 Q1 2023Q1 2022Breyt.% Breyt
Vörusala 11.0399.0831.95722%
Áfengis- og skilagjald 2.8092.41839116%
Vörunotkun 4.4653.3871.07832%
Annar framleiðslukostnaður 157287-131-45%
Framlegð 3.6082.99161821%
Aðrar tekjur 1248227%
Laun og launatengd gjöld 1.2371.01222522%
Sölu- og markaðskostnaður 66852913926%
Annar kostnaður 5584916714%
EBITDA 1.15796319420%
Afskriftir 2472103718%
EBIT 91075315721%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga -199100-299-300%
Hagnaður fyrir skatta 1.10965345670%
Tekjuskattur 1461321411%
Hagnaður e skatta 96352144285%


Á fyrsta ársfjórðungi 2023 nam veltuaukning 2,0 ma.kr. eða sem nemur 22% og EBITDA hækkaði um 194 millj. kr eða 20%. Vöruþróun skilar áframhaldandi góðum vexti, til að mynda var COLLAB í tæplega 30% vexti í fjölda eininga. Virknidrykkurinn Mist fer einnig vel af stað og lofar góðu með framhaldið. Metsala var í sölu áfengis til ÁTVR og jókst veltan um 25% í fjórðungnum. Fjögur af fimm söluhæstu bjórvörumerkjum landsins eru í eigu Ölgerðarinnar og er Gull Lite nú lang söluhæsti bjór landsins.

Efnahagsreikningur31.5.202328.2.2023Breyt.% Breyt
Eignir31.11825.6765.44121%
Eigið fé12.52610.0812.44524%
Eiginfjárhlutfall40,3%39,3%1,0 
     
Vaxtaberandi skuldir og leigusk.9.6288.4961.13313%
Handbært fé1.5351.17236431%
Nettó vaxtaberandi skuldir og leigusk.8.0937.32476911%
EBITDA sl. 12 mán4.7544.5601944%
NIDB/EBITDA sl. 12 mán1,71,60,1 


Afkoman á fyrsta ársfjórðungi fjárhagsársins var í takt við birtar áætlanir. Áður útgefin afkomuspá gerði ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,7 – 5,0 ma. kr. án tillits til áhrifa kaupa á meirihluta í Iceland Spring ehf. og gera stjórnendur Ölgerðarinnar ráð fyrir að EBITDA fjárhagsársins 1. mars 2023 – 28. febrúar 2024 verði án Iceland spring óbreytt. Áætlanir stjórnenda gera ráð fyrir að EBITDA Iceland Spring á fjárhagsárinu 2023 verði á bilinu 300 - 350 millj. kr. (250 mkr árið 2022) Afkomuspá fyrir samstæðu Ölgerðarinnar gerir þar af leiðandi ráð fyrir að EBITDA samstæðunnar verði á bilinu 5.000 – 5.350 millj. kr.

Það sem af er júní 2023 hefur sala á vörum fyrirtækisins aukist um 13% samanborið við júní 2022. Júní í fyrra var stærsti mánuður í sögu Ölgerðarinnar og því afar ánægjulegt að sjá áframhaldandi vöxt. Aukin hlutdeild vörumerkja Ölgerðarinnar ásamt sölu til veitingastaða og fyrirtækja skýrir stærsta hluta vaxtarins í mánuðinum.

Hrávöruverð á erlendum mörkuðum eru enn há á sykri, kaffi og kornvörum en önnur eru tekin að lækka. Meginþunginn í erlendum verðhækkunum er vonandi að mestu leyti að baki. Verð á framleiðsluvörum Ölgerðarinnar hefur ekki hækkað í takt við almennar verðlagsbreytingar eins og áður hefur komið fram. Það er mögulegt vegna hagræðingaraðgerða og þeim fjölda umbóta í rekstri sem starfsfólk fyrirtækisins hefur haft frumkvæði að. Vegna aukinna umsvifa hefur starfsfólki fjölgað á milli ára og skýrir það ásamt nýgerðum kjarasamningum 22% hækkun launa og tengdra gjalda.

„Vöruþróun er og verður áfram samofin menningu fyrirtækisins og áherslur okkar á því sviði hafa skilað árangri. Má þar nefna aukna sölu á COLLAB og í byrjun maí settum við á markað nýjan virknidrykk, Mist, sem fengið hefur frábærar viðtökur sem lofar góðu með framhaldið, enda markaðurinn fyrir virknidrykki enn í miklum vexti.  Mikill styrr hefur staðið um fyrirkomulag vefsölu áfengis síðustu misseri. Óljóst regluverk og afskiptaleysi yfirvalda hafa gert það að verkum að fyrirkomulag áfengissölu hér á landi er í uppnámi. Ölgerðin leggur mikla áherslu á að fylgja öllum lögum og reglum hvað varðar sölu áfengis og hvetur löggjafarvaldið til tafarlausrar og gagngerar heildarendurskoðunar á áfengislöggjöfinni til að eyða allri óvissu og tryggja að allir sitji við sama borð, bæði innlendir og erlendir aðilar varðandi auglýsingar og annað markaðsstarf. Lagaleg óvissa og krókaleiðir til að fara á svig við lög og reglur er óviðunandi staða sem ríkisvaldið verður að taka á. Ölgerðin stígur varlega til jarðar meðan löggjöfin er ekki skýrari en raun ber vitni.“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Nánari upplýsingar veita:

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, í síma 665-8010

Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri í síma 820-6491

Viðhengi



Attachments

Ölgerðin - Fréttatilkynning - Q1 2023 Ölgerðin - Árshlutareikningur - Q1 2023