Eik fasteignafélag hf.: Undanþága veitt frá skyldu til að birta hálfsársuppgjör innan tveggja mánaða


Nasdaq Iceland („Kauphöllin“) hefur á grundvelli greinar 1.4.2. í reglum Kauphallarinnar samþykkt undanþágubeiðni félagsins er varðar skyldu samkvæmt viðauka C (part B - Financial Information) sömu reglna til þess að birta hálfsársuppgjör innan tveggja mánaða frá lokum annars ársfjórðungs 2023.

Félagið stefnir að því að birta stjórnendauppgjör eftir lokun markaða þann 30. ágúst 2023 en þó eigi síðar en 31. ágúst n.k. með upplýsingum um tekjur, gjöld, EBITDA, hrein fjármagnsgjöld, handbært fé, handbært fé frá rekstri, virðisútleiguhlutfall og vegin vaxtakjör verðtryggðra og óverðtryggðra skulda.

Birting árshlutauppgjörs fyrir annan ársfjórðung stendur til þann 7. september 2023, í samræmi við tilkynningu félagsins, dags. 2. ágúst 2023.