SKEL fjárfestingafélag hf.: Endurkaup vika 33


Í 33 viku 2023 keypti SKEL fjárfestingafélag hf. alls 937.000 eigin hluti fyrir 12.828.200 kr. eins og hér segir:

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð (gengi) Kaupverð (kr.)
14.8.2023 11:11:57 189.000 13,7       2.589.300
15.8.2023 10:27:46 185.000 13,6       2.516.000
16.8.2023 14:25:06 185.000 13,6       2.516.000
17.8.2023 10:43:48 188.000 13,8       2.594.400
18.8.2023 10:46:33 190.000 13,75       2.612.500
Samtals   937.000   12.828.200

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/214, framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Fyrir kaupin þá átti SKEL 4.745.275 eigin hluti. SKEL hefur nú keypt samtals 5.682.275 eigin hluti fyrir 76.891.056 kr. sem samsvarar 0,294% af hlutafé félagsins.  Um er að ræða tilkynningu um kaup SKEL á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun sem var tilkynnt um 12. júlí 2023 í tilkynningu til Nasdaq OMX Iceland. Áætlað er að kaupa að hámarki 18.518.518 eigin hluti í félaginu eða sem samsvarar 0,956% af útgefnu hlutafé, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 250 milljónum króna að kaupverði.


Nánari upplýsingar veitir Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri SKEL fjárfestingafélags hf., magnus@skel.is