Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf - BÚS I, kt. 651116-9960, Reykjastræti 2, 101 Reykjavík, Íslandi, hefur birt lýsingu sem samanstendur af verðbréfalýsingu dagsettri 13. desember 2023 og útgefandalýsingu dagsettri 13. desember 2023 (saman nefnt lýsingin). Lýsingin, sem staðfest hefur verið af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands, er birt í tengslum við umsókn um töku skuldabréfaflokksins BUS 63 til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf.
Lýsingin er á íslensku og er birt á rafrænu formi á vef Landsbréfa hf., rekstrarfélags Landsbréfa BÚS - I, www.landsbref.is/skrad-skuldabref.
Sótt verður um töku skuldabréfa í flokknum BUS 63 að nafnverði 5.020.000.000 íslenskra króna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
Nasdaq Iceland hf. mun birta tilkynningu um töku skuldabréfanna til viðskipta og hvenær viðskipti með þau geti hafist með a.m.k. eins viðskiptadags fyrirvara.
Frekari upplýsingar má fá á skrifstofu Landsbréfa í Reykjastræti 2, 101 Reykjavík.
Viðhengi