Landsbankinn hf.: Útboð víkjandi skuldabréfa


Landsbankinn mun halda lokað útboð á víkjandi skuldabréfum fimmtudaginn 29. febrúar kl. 15:00.

Stefnt er að því að bjóða til sölu tvo flokka víkjandi skuldabréfa, verðtryggðan og óverðtryggðan flokk. Skuldabréfin bera fasta vexti sem greiðast einu sinni á ári.

Skuldabréfin munu telja til eiginfjárþáttar 2 (e. tier 2), eru til ellefu ára með innköllunarheimild að sex árum liðnum og á hverjum vaxtagjalddaga þar á eftir (11NC6).

Nánari upplýsingar um útboðsfyrirkomulag verða birtar þriðjudaginn 27. febrúar, en áætlaður uppgjörsdagur er 7. mars 2023.

Útboðið er ekki ætlað almennum fjárfestum.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar í síma 410-7330 eða með tölvupósti, verdbrefamidlun@landsbankinn.is.