Orkuveitan ræður Snorra Þorkelsson í stöðu framkvæmdastjóra fjármála


Orkuveitan hefur ráðið Snorra Þorkelsson í stöðu framkvæmdastjóra fjármála. Snorri sem býr yfir mikilli alþjóðlegri reynslu kemur til Orkuveitunnar frá Baader á Íslandi og Skaganum 3X en þar áður starfaði hann í rúman áratug sem fjármálastjóri hjá Marel á Íslandi og síðar sem fjármálastjóri fiskiðnaðar hjá Marel.  Einnig var Snorri fjármálastjóri Dohop í fjögur ár.

Starf framkvæmdastjóra fjármála var auglýst laust til umsóknar í byrjun desember sl. og var hópur umsækjenda afar fjölbreyttur og taldi 30 einstaklinga.

„Snorri hefur gríðarlega flotta reynslu bæði hérlendis og erlendis sem mun nýtast okkur í Orkuveitunni afskaplega vel. Hans framtíðarsýn og viðhorf fara afskaplega vel með því sem við höfum verið að leggja áherslu á og kemur fram í nýju stefnunni okkar. Ég hlakka til þess að vinna með Snorra,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar.

Snorri mun hefja störf hjá Orkuveitunni eigi síðar en 1. maí .n.k.