Landsbankinn hf.: Skilyrt endurkaupatilboð


Landsbankinn hf. tilkynnti í dag um tilboð til eigenda skuldabréfa í evrum á gjalddaga 2024 (ISIN: XS2021467497) og í evrum á gjalddaga 2025 (ISIN: XS2306621934) þar sem bankinn býðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Tilboðin byggja á skilmálum og skilyrðum endurkaupatilboðs (e. tender offer memorandum) dagsettu 4. mars 2024 þar á meðal niðurstöðu bankans í fyrirhugaðri skuldabréfaútgáfu.

Nánari upplýsingar um endurkaupatilboðið má finna í tilkynningu á Euronext Dublin þar sem skuldabréfin eru skráð. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, Kroll Issuer Services Limited, landsbankinn@is.kroll.com.

Umsjónaraðilar eru ABN AMRO Bank, Barclays Bank, BofA Securities, and Goldman Sachs Bank Europe.