Reginn hf.: Frestur Samkeppniseftirlitsins til rannsóknar á samruna Regins hf. og Eikar fasteignafélags hf. framlengdur til 7. maí 2024


Vísað er til tilkynningar Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) dags. 29. febrúar 2024 þar sem fram kom að sáttarviðræður væru hafnar milli félagsins og Samkeppniseftirlitisins í tengslum við valfrjálst yfirtökutilboð Regins í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Í tilkynningunni kom fram að tímafrestur Samkeppniseftirlitsins til rannsóknar á samrunanum væri til 5 .apríl nk.

Reginn hefur óskað eftir því að frestur Samkeppniseftirlitsins til að ljúka rannsókn málsins verði framlengdur um 20 virka daga og hefur Samkeppniseftirlitið samþykkt þá beiðni. Tímafrestur Samkeppniseftirlitsins hefur því verið framlengdur til 7. maí nk.

Nánar verður upplýst um framgang sáttaviðræðnanna eftir því sem tilefni kann að gefast til og í samræmi við upplýsingaskyldu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins hf., sími: 821 0001