Rósa Guðmundsdóttir ráðin fjármálastjóri Eimskips


Rósa Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Eimskips en hún hefur störf í byrjun september. 

Rósa hefur víðtæka reynslu af innlendri og erlendri fjármálastarfsemi en hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Heimum hf. frá árinu 2021. Áður starfaði hún hjá Íslandsbanka, meðal annars á alþjóðasviði, sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði og í fyrirtækjaráðgjöf bankans þar sem hún vann að fjármögnun margra af stærstu viðskiptavinum bankans. Þá starfaði hún sem forstöðumaður sparnaðar og útlána á einstaklingssviði og bar m.a. ábyrgð á verðlagningu inn- og útlána og leiddi innleiðingu á starfrænum lausnum sem studdu við umbreytingar í einstaklingsþjónustu bankans.

Rósa er með M.S. gráðu í iðnaðarverkfræði og aðgerðargreiningu frá Pennsylvania State University og B.S. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Rósa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri:
„Rósa hefur nýtt mikla reynslu sína á fjármálamörkuðum í umbreytingu á fjármálasviði Heima hvað varðar áætlanagerð, stefnu, lykilmælikvarða og ferla sem er í takti við þá vegferð sem við höfum verið á hjá Eimskip. Ég hlakka til að fá Rósu til liðs við okkur og er viss um að áherslur hennar, þekking og reynsla, ekki síst í stafrænum og sjálfvirkni verkefnum munu nýtast félaginu vel á komandi misserum.“

Frekari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs, sími: 8253399 og netfang investors@eimskip.is

Viðhengi


RG