Eik fasteignafélag hf.: Tilkynning vegna fyrirhugaðra endurkaupa á eigin bréfum


Með tilkynningu í kauphöll, dags. 15. ágúst 2024, upplýsti Eik fasteignafélag hf. um að tekin hefði verið ákvörðun um endurkaup með það að markmiði að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Með vísan til þess að ákvörðun Langasjávar ehf. um að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé í félaginu hefur verið gerð opinber, sbr. tilkynningu félagsins dags. 23. ágúst 2024, setja lög um yfirtökur nr. 108/2007 því nú skorður að stjórn Eikar fasteignafélagsins taki eða framfylgi ákvörðun um kaup eigin hlutabréfa, þ. á m. á grundvelli endurkaupaáætlunar.

Slíka ákvörðun mætti því aðeins taka nú að fyrir lægi fyrirframsamþykki hluthafafundar með vísan til 104. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur. Af framangreindum sökum verður þannig ekki úr fyrirhuguðum endurkaupum að svo stöddu.