Lykiltölur úr ársreikningi Rekstrarreikningur 2006 2005 Tekjur 29.569 60.177 Rekstrargjöld (5.444) (4.420) Afskriftir (4.581) (4.117) Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld (53.158) (42.625) Hagnaður fyrir skatta (33.614) 9.015 Tekjuskattur 1.722 (1.722) Hagnaður ársins (31.892) 7.293 Efnahagsreikningur Fastafjármunir 465.240 436.382 Veltufjármunir 10.656 39.458 Eignir samtals 475.840 475.840 Eigið fé (23.550) 8.343 Langtímaskuldir og skuldbindingar 444.646 443.959 Skammtímaskuldir 54.780 23.538 Eigið fé og skuldir samtals 499.446 475.840 Yfirlit um sjóðstreymi Handbært fé frá (til) rekstri 22.291 (18.129) Fjárfestingahreyfingar (33.439) (59.420) Fjármögnunarhreyfingar (18.441) 103.341 Handbært fé í árslok 1.089 30.679 Kennitölur Veltufjárhlutfall 0,19 1,68 Eginfjárhlutfall -4,95% 1,75% Ársreikningur Jeratúns ehf. árið 2006. Ársreikningur Jeratúns ehf. fyrir árið 2006 var staðfestur af stjórn og framkvæmdastjóra félagsins í gær, 12. mars 2007. Jeratún ehf. er einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og bera þau ábyrgð á skuldbindingum þess. Hlutverk félagsins er bygging og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Starfsemi félagsins flokkast því undir að vera á vettvangi sveitarfélaga. Rekstrartap félagsins á árinu 2006 var 31.892 þús. kr. og í lok þess var eigið fé neikvætt sem nam -23.550 þús. kr. samkvæmt ársreikningi. Ástæða fyrir þessu tapi má rekja til mikils fjármagnskostnaðar, en síðasta ár var félaginu óvenju óhagstætt hvað fjármögnun varðar. Ákveðið var að mæta þessu tapi með útgáfu á nýu hlutafé að upphæð 32.000 þús. krónur og verður það hlutafé greitt inn á árinu 2007. Lántaka félagsins er vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiða húsaleigu sem á að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum. Í lok ársins námu eftirstöðvar lána 444,6 millj. kr. og voru eftirstöðvar í skilum. Sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á greiðslu lánanna. Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Grundarfirði, er framkvæmdastjóri Jeratúns ehf. og veitir frekari upplýsingar um starfsemi þess og stöðu.
Jeratún - Ársuppgjör 2006
| Source: Jeratún ehf.