Á hluthafafundi FL Group hf. sem haldinn var föstudaginn 9. maí. 2008 kl. 8.30 voru eftirfarandi tillögur stjórnar samþykktar. Hluthafar sem fara með rúmlega 84% hlutafjár voru mættir til fundarins. 1.Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að óska eftir skráningu hlutabréfa félagsins úr OMX Nordic Exchange á Íslandi. Tillagan var samþykkt með 99,86% greiddra atkvæða. 2.Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að kaupa hluti þeirra hluthafa í félaginu er þess óska fyrir 21. maí 2008. Greitt verði fyrir hlutina með hlutum í Glitni banka hf. Gengi hlutabréfa í FL Group hf. við kaupin skal vera kr. 6,68 fyrir hvern hlut. Gengi hlutabréfa í Glitni banka hf. skal vera kr. 17,05 fyrir hvern hlut. Þannig fær hver hluthafi er tekur kauptilboðinu 0,39 hluti í Glitni banka hf. fyrir hvern hlut í FL Group hf. Tillagan var samþykkt. 3.Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað í tengslum við framangreind kaup á hlutabréfum í FL Group hf. að kaupa allt að 20% eigin hluta fyrir kr. 6,68 hvern hlut. Heimildin skal gilda til og með 20. júní 2008. Verði eigin hlutir í eign félagsins umfram 10% eftir viðskiptin skal stjórn félagsins lækka hlutafé félagsins, í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög, þannig að eigin hlutir eftir slíka hlutafjárlækkun verði ekki umfram 10% af hlutafénu. Tillagan var samþykkt. 4.Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað, í því skyni að mæta framangreindum kaupum á hlutum í FL Group hf. að kaupa allt að 862.017.533 hluti í Glitni banka hf. fyrir kr. 17,05 hvern hlut og greiða fyrir með lántöku. Tillagan var samþykkt. Nánari upplýsingar veitir: Júlíus Þorfinnsson, forstöðumaður samskiptasviðs sími: 591 4400 julius@flgroup.is