Beiðni um greiðslustöðvun


Stjórn Stoða hf. (áður FL Group hf.) hefur óskað eftir því við Héraðsdóm
Reykjavíkur að félaginu verði veitt heimild til greiðslustöðvunar.    Gert er
ráð fyrir að beiðnin verði tekin fyrir og afgreidd með heimild til
greiðslustöðvunar í dag og tilsjónarmaður á greiðslustöðvunartíma skipaður.