Í dag, 20. júní 2022, framkvæmdi danska samkeppniseftirlitið húsleit í Álaborg hjá dönsku dótturfélagi Eimskip Holding B.V., sem er í eigu Eimskipafélags Íslands hf., á grundvelli dómsúrskurðar.
Húsleitin snýr að starfsemi Atlantic Trucking sem er hluti af Eimskip Denmark A/S og er hluti af rannsókn á háttsemi í landflutningum í Danmörku og tók til fleiri félaga á þeim markaði. Tilgangur húsleitarinnar er að rannsaka hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum danskra samkeppnislaga.
Dótturfélagið vinnur að því að veita dönskum samkeppnisyfirvöldum aðgang að umbeðnum upplýsingum.
Eimskipafélag Íslands hf. hefur ekki ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn dönskum samkeppnislögum í starfsemi Atlantic Trucking sem hefur um 5% markaðshlutdeild í gámaflutningum á þessum markaði.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs, sími: 825 3399, netfang: investors@eimskip.com.