Alvotech birtir skýrslu um þróun jafnréttismála á árinu 2022

Iceland, Germany, India, U.S.


  • Hlutfall karla og kvenna í starfsliði Alvotech er nú jafnt og óútskýrður kynbundinn launamunur dróst saman úr 5,2% í desember 2020 í 1,6% í desember 2022
  • Jafnréttisstefna Alvotech fylgir íslenskri löggjöf en gildir fyrir starfsfólk fyrirtækisins um allan heim óháð búsetu

Alvotech (NASDAQ: ALVO) gaf í dag út skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála hjá fyrirtækinu, með gögnum yfir árið 2022.  Þetta er önnur jafnréttisskýrsla Alvotech.

„Framúrskarandi fyrirtæki taka mið af hæfileikum og framlagi starfsfólks við ráðningar og launaákvarðanir, en láta kyn einstaklinga og önnur óviðkomandi atriði ekki hafa áhrif á niðurstöðuna. Jafnfrétti og virðing fyrir fjölbreytileika eru meðal grunngilda Alvotech og stuðla að betri rekstri,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. 

Alvotech hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu í fyrsta sinn árið 2021 og önnur endurskoðun af óháðum aðila fór fram í febrúar 2022. Jafnréttisstefna Alvotech er byggð á íslenskum lögum, en nær til allra starfsstöðva fyrirtækisins og starfsmanna þess, óháð búsetu.

Í lok síðasta árs hafði óútskýrður launamunur kynjanna minnkað úr 5,2% í 1,6% fyrir starfsfólk félagsins í heild og í 1% fyrir þá sem störfuðu á Íslandi. Á árinu 2022 voru 53% nýráðninga konur og 51% þeirra sem fengu stöðuhækkun eða framgöngu í starfi voru karlar.

Um síðustu áramót var starfsfólk Alvotech í heild frá 63 mismunandi löndum og starfsliðið innanlands frá 57 löndum auk Íslands. Tæpur helmingur starfsliðsins innanlands var þá af erlendu bergi brotinn.

Skýrslan um þróun jafnréttismála er hluti af verkefnum Alvotech á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni. Hana má finna á heimasíðu Alvotech auk annarra upplýsinga um sjálfbærni, stjórnarhætti og umhverfismál: https://www.alvotech.com/corporate-sustainability.

Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson
alvotech.ir[at]alvotech.com