Uppgjör Össurar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2003


Árshlutareikningur fyrsta ársfjórðungs 2003 fyrir félagssamstæðu Össurar hf. var samþykktur á stjórnarfundi 28. apríl. Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins og áritaður án athugasemda.
 
Samstæða Össurar hf. samanstendur í meginatriðum af Össuri hf. á Íslandi, samstæðu Össur Holdings Inc. í USA, samstæðu Össur Holding AB í Svíþjóð og Össur Europe B.V. í Hollandi.
 
*Samkvæmt reikningsskilareglum ber við umreikning rekstrarliða milli gjaldmiðla að miða við meðalgengi rekstrartímabils. Við umreikning úr Bandaríkjadölum yfir í íslenskar krónur er notað meðalgengi rekstrartímabilsins  sem er 78,42 ISK/USD. Við umreikning efnahagsliða er notað gengi í lok mars sem er 76,7 ISK/USD.
 
 
Helstu rekstrarniðurstöður fyrsta ársfjórðungs 2003
 
Rekstrarreikningur 1.ársfjórðungs 2003 (þús.USD)
1. ársfj.
2003
% af      sölu
1. ársfj.
2002
% af          sölu
Breyting
 
 
 
 
 
 
Sala
21.692
100%
18.593
100%
17%
Kostnaðarverð seldra vara
-9.129
-42%
-7.495
-40%
22%
Framlegð
12.563
58%
11.098
60%
13%
 
 
 
 
 
 
Aðrar rekstrartekjur
82
0%
222
1%
-63%
Sölu- og markaðskostnaður
-4.872
-22%
-4.197
-23%
16%
Þróunarkostnaður
-2.257
-10%
-2.019
-11%
12%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður
-3.546
-16%
-3.562
-19%
0%
 
 
 
 
 
 
Rekstrarhagnaður
1.970
9%
1.542
8%
28%
 
 
 
 
 
 
Fjármunatekjur/
(fjármagnsgjöld)
-126
-1%
-323
-2%
-61%
Tekjur frá hlutdeildarfélögum
0
0%
56
0%
-100%
 
 
 
 
 
 
Hagnaður fyrir skatta
1.844
9%
1.275
7%
45%
Tekjuskattur
-440
-2%
-244
-1%
80%
 
 
 
 
 
 
Hagnaður tímabilsins
1.404
6%
1.031
6%
36%
 
 
 
 
 
 
EBITDA
2.642
12%
2.127
11%
24%
 
Efnahagsreikningur í lok mars:
 
Efnahagsreikningur (þús. USD)
31.3.
2003
31.12.
2002
Breyting
 
 
 
 
Fastafjármunir
33.407
32.836
2%
Veltufjármunir
39.322
38.589
2%
Eignir samtals
72.729
71.425
2%
 
 
 
 
Eigið fé
41.562
39.861
4%
Langtímaskuldir
13.667
14.627
-7%
Skammtímaskuldir
17.500
16.937
3%
Eigið fé og skuldir samtals
72.729
71.425
2%
 
 
Sjóðstreymi 1.ársfjórðungs:
 
Sjóðstreymi 1.ársfjórðungs 2003 (þús. USD)
1. ársfj.
2003
1. ársfj.
2002
 
 
 
Veltufé frá rekstri
2.171
1.989
 
 
 
Handbært fé frá rekstri
686
-443
Fjárfestingahreyfingar
-145
-1.009
Fjármögnunarhreyfingar
-301
-59
Hækkun / (lækkun) handbærs fjár
240
-1.511
 
 
Lykiltölur fyrsta ársfjórðungs
 
Lykiltölur
1. ársfj.
2003
1. ársfj.
2002
 
 
 
Hagnaður á hlut (US. Cent)
3,23
2,76
V/H hlutfall
19,5
17,3
Arðsemi eigin fjár
29%
32%
Veltufjárhlutfall
2,2
1,7
Eiginfjárhlutfall
57%
51%
Markaðsvirði hlutafjár (milljónir USD)
204
156
 
 
 
Rekstur á fyrsta ársfjórðungi
Sterkur innri vöxtur einkennir áfram sölu fyrirtækisins. Sala fyrsta fjórðungs 2003 var sú mesta á einum ársfjórðungi frá upphafi og jókst um 17% frá fyrra ári. Þetta er í sjötta sinn frá ársbyrjun 2001 (síðustu níu ársfjórðunga) sem slegið er sölumet á ársfjórðungi. Á þessu tímabili hafa engin ný fyrirtæki verið keypt þannig að aukningin stafar öll af innri vexti.
 
Mjög mikill vöxtur hefur verið á Evrópumarkaði, bæði í Vestur-Evrópu og á Norðurlöndunum,  en ákveðin kyrrstaða hefur ríkt á Norður-Ameríkumarkaði. Nánar skiptist ytri sala samstæðunnar þannig eftir markaðssvæðum:
 
Þús. USD
1.ársfj. 2003
%
1.ársfj.
2002
%
Breyting %
 
 
 
 
 
 
Össur North America, Inc.
10.209
47%
10.060
54%
1%
Össur Europe, B.V.
5.615
26%
3.571
19%
57%
Össur Nordic, A.B.
3.241
15%
2.292
12%
41%
Aðrir markaðir
1.920
9%
1.821
10%
5%
Mauch, Inc.
707
3%
849
5%
-17%
 
 
 
 
 
 
Samtals
21.692
100%
18.593
100%
17%
 
 
Framlegð á fyrsta ársfjórðungi var 58% af sölu. Þetta hlutfall er aðeins lakara en á sama tímabili 2002 en þá var framlegð 60%. Framlegð ársins 2002 var 59%. Styrking íslenskrar krónu heldur áfram að auka framleiðslukostnað fyrirtækisins á Íslandi og hefur neikvæð áhrif á rekstur þess.
 
Sölu- og markaðskostnaður var 22% af sölu og lækkar aðeins frá sama tímabili á fyrra ári en þá var þessi kostnaður 23%. Sölu- og markaðskostnaður var tæplega 21% árið 2002.
 
Rannsóknar- og þróunarkostnaður nam 10% af sölu á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 11% á sama fjórðungi í fyrra og 9% fyrir árið í heild 2002. Rannsóknar- og þróunarkostnaður er framhlaðinn hjá fyrirtækinu og mörg verkefni sem unnið er að á fyrsta ársfjórðungi sem tengjast markaðsfærslu nýrra vara síðar á árinu. Eins og verið hefur er allur rannsóknar- og þróunarkostnaður gjaldfærður þegar hann fellur til.
 
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hefur farið lækkandi og er 16% af sölu á fyrsta ársfjórðungi en var 19% á sama fjórðungi í fyrra. Hlutfallið er hinsvegar í samræmi við það sem var árið 2002.
 
Í heild náðust markmið fyrirtækisins um rekstrarhagnað og voru í fullu samræmi við áætlun fyrir fyrsta ársfjórðung. Stjórnendur eru ennfremur ánægðir með að góður vöxtur í sölu kemur að fullu fram í aukningu rekstrarhagnaðar.
 
 
Össur Affiliated Facilities
Sölufyrirtæki Össurar í Bandaríkjunum, Össur North America, Inc. kefur kynnt nýjan samstarfsgrundvöll með stoðtækjaverkstæðum sem kallast Össur Affiliated Facilities Program. Nú þegar hafa um 600 stoðtækjaverkstæði skráð sig í Össur Affiliated Facilities sem þar með er orðið stærsta net stoðtækjaverkstæða í Bandaríkjunum. Markmið Össurar með stofnun Össur Affiliated Facilities er að viðhalda menntun og þjálfun stoðtækjafræðinga og kynna þeim nýjustu tækni hverju sinni, með það að leiðarljósi að hver og einn notendi fái vörur við sitt hæfi og læri að nýta sér kosti vörunnar.
 
 
Stofnun ráðgjafafyrirtækis
Í byrjun árs hóf Empower - Health Care Solutions AB, nýtt ráðgjafafyrirtæki í eigu Össurar, starfsemi sína í Svíþjóð. Empower mun einbeita sér að því að veita fagfólki á heilbrigðissviði, einkum á sviði stoðtækja og stuðningstækja, ráðgjöf um uppsetningu endurhæfingar- og fræðsluáætlana. Þessar áætlanir hafa reynst árangursríkar og hagkvæmar í notkun. Fyrsta kerfið, sem Empower mun bjóða, er SMARTSM. Kerfið er einkum ætlað læknum, sjúkraþjálfurun og stoðtækjafræðingum, en markmiðið er að stytta verulega þann tíma sem líður frá því að sjúklingur missir útlim og þar til hann er kominn á fætur og farinn að ganga.
 
 
CAD/CAM
Fyrsta CAD/CAM lausnin, sem er framleiðslutækni sem Össur keypti frá sænska fyrirtækinu Capod á síðasta ári, hefur verið seld til Kína og sett þar upp. Um er að ræða fyrstu sölu Össurar í Kína.
 
 
Össur North America hýsir háskólanám
Eins og fram hefur komið, undirrituðu Össur og Ríkisháskóli Kaliforníu í Dominguez Hills (California State University Dominguez Hills, skammstafað CSUDH) samning í lok janúar um flutning námsbrautar CSUDH í stoðtækja- og stuðningstækjafræðum til höfuðstöðva Össurar í Norður Ameríku. Össur hefur samþykkt að láta í té húsnæði fyrir námsbrautina endurgjaldslaust í fimm ár. Aðstaðan hjá Össuri mun gera CSUDH kleift að bjóða upp á nýja tilhögun B.Sc. náms, þar sem nemendur ljúka fyrst þriggja ára almennu námi, og síðan lokaári með klíniskri þjálfun á sviði stoðtækjafræði utan háskólans í húsakynnunum sem Össur lætur í té.
 
 
Málsókn gegn Freedom Innovations
Í mars hóf Össur Noth America, Inc. málssókn gegn Freedom Innovations Inc., vegna brots á fjórum einkaleyfum, sem bundin eru einkarétti Össurar. Málshöfðunin beinist gegn gevifótalínu Freedom.
 
 
Vörur
Á fyrsta ársfjórðungi var settur á markað fyrsti gervifóturinn sem sérhannaður er fyrir konur og nefnist hann Elationä. Nýi fóturinn hefur stillanlega hælhæð og er fyrsti fóturinn sem er gagngert markaðssettur fyrir konur. Jafnframt er tilkoma Elationä fyrsti áfanginn í að markaðssetja vörur Össurar sérstaklega í takt við lífsstíl notenda.
 
Í fyrramálið gefst fjárfestum og öðrum, sem áhuga hafa á rekstri félagsins, kostur á að koma á opinn fund með stjórnendum félagsins. Á fundinum mun Jón Sigurðsson, forstjóri, fara yfir niðurstöður ársfjórðungsins og ræða við fjárfesta ásamt Hjörleifi Pálssyni, fjármálastjóra. Á fundinum mun Gary Wertz framkvæmdastjóri Össur North America, Inc gera stuttlega grein fyrir starfseminni í Norður Ameríku.  
 
Fundurinn verður á morgun, miðvikudaginn 30. apríl, og hefst kl. 8:30 á skrifstofu Össurar hf. á Grjóthálsi 5 í Reykjavík. Fundurinn fer fram á ensku og unnt verður að fylgjast með honum á Netinu í gegnum vef Össurar sem er www.ossur.com
 
 
###
Q1 Report:
 
Q1 Presentation: