Hampiðjan - Aðalfundur 30. mars 2007


Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal að Flatahrauni 3, Hafnarfirði, föstudaginn 30. mars 2007 og hefst kl. 16:00.  


Á dagskrá fundarins verða:

1.	Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
2.	Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga.  
3.	Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu.
4.	Önnur mál, löglega upp borin.


Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.  

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað.

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar.  

Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.  

Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega.


Stjórn Hampiðjunnar hf.