Íslenskir aðalverktakar - Ársuppgjör 2006


Hagnaður af rekstri ÍAV hf. árið 2006 að teknu tilliti til skatta nam 532 milljónum króna.

EBITDA  1.163 m.kr. og veltufé frá rekstri 908 m.kr.

							Samstæða
		2006	2005	2004	2003	2002
					
 
Rekstrarreikningur
Rekstrartekjur	13.339.367 	10.498.760 	8.749.374 	7.747.462 	7.947.227 
Rekstrargjöld	(12.176.256)	(9.240.258)	(7.932.674)	(7.115.869)	(7.425.333)
Hagnaður fyrir afskriftir	1.163.111 	1.258.502 	816.700 	631.593 	521.894 
Afskriftir	(273.904)	(278.940)	(275.954)	(317.163)	(300.650)
Hagnaður fyrir fjármunatekjur 
og (fjármagnsgjöld)	889.207 	979.562 	540.746 	314.430 	221.244 
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)	(232.408)	(90.744)	(116.206)	463.478 	36.224 
Hagnaður fyrir áhrifa hlutdeildarfélaga	656.799 	888.818 	424.540 	777.908 	257.468 
Hagnaður af rekstri hlutdeildarfélags	0 	0 	0 	17.707 	89.358 
Hagnaður fyrir skatta	656.799 	888.818 	424.540 	795.615 	346.826 
Reiknaður tekju- og eignarskattur	(124.421)	(160.113)	(72.921)	(133.419)	(76.127)
Hagnaður ársins 	532.378 	728.705 	351.619 	662.196 	270.699 

 Efnahagsreikningur
Eignir:					
Fastafjármunir	1.387.428 	3.092.204 	1.711.239 	6.110.006 	3.601.463 
Veltufjármunir	7.257.874 	5.563.610 	6.807.466 	6.928.829 	5.227.996 
Eignir alls	8.645.302 	8.655.814 	8.518.705 	13.038.835 	8.829.459 
Eigið fé:					
Eigið fé samtals	2.640.525 	2.862.910 	3.124.204 	7.010.591 	3.309.063 
Skuldir:					
Skuldbindingar	594.977 	512.450 	434.300 	1.106.893 	327.029 
Langtímaskuldir	1.803.772 	1.703.048 	2.926.533 	3.612.244 	2.380.214 
Skammtímaskuldir	3.606.027 	3.577.407 	2.033.668 	1.309.107 	2.813.153 
Skuldir samtals	6.004.776 	5.792.905 	5.394.501 	6.028.244 	5.520.396 
Skuldir og eigið fé samtals	8.645.301 	8.655.815 	8.518.705 	13.038.835 	8.829.459 

 Kennitölur
Veltufé frá rekstri	908.297 	1.199.516 	566.985 	507.517 	551.472 
Handbært fé frá rekstri (til rekstrar)	489.032 	546.276 	1.064.909 	1.841.819 	(421.730)
Fjárfestingar í fastafjármunum	207.925 	1.683.694 	424.667 	(1.409.388)	251.680 
Veltufjárhlutfall	2,01	1,56	3,35	5,29	1,86
Eiginfjárhlutfall	30,5%	33,1%	36,7%	53,8%	37,5%
Innra virði	1,99	2,16	2,36	5,30	2,50
Afkoma á hverja krónu nafnverðs	0,40	0,55	0,27	0,50	0,20
Ávöxtun eigin fjár	18,1%	24,6%	6,5%	19,8%	8,8%
Meðalfjöldi starfsmanna	554	448	458	496	484



Á stjórnarfundi Íslenskra aðalverktaka hf. þann 28. mars 2007 var ársreikningur fyrir árið 2006 staðfestur.  Ársreikningur Íslenskra aðalverktaka hf. hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess.

Rekstur á árinu 2006
Rekstrartekjur samstæðu Íslenskra aðalverktaka hf. námu 13.339 milljónum króna á árinu 2006.  Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 1.163 milljónir króna.  

Afskriftir ársins námu 274 milljónir króna.  Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 889 milljónum króna á árinu.  Hagnaður félagsins fyrir skatta, að teknu tilliti til fjármagnsliða nam 657 milljónum króna, en fjármagnsliðir voru nettó neikvæðir um 232 milljónir króna.  Að teknu tilliti til reiknaðra skatta nam hagnaður félagsins 532 milljónum króna á árinu 2006.

Efnahagur
Heildareignir Íslenskra aðalverktaka hf. og dótturfélaga námu 8.645 milljónum króna í lok desember  2006.  Heildarskuldir samstæðunnar voru 6.004 milljónir króna og bókfært eigið fé þann 31. desember 2006 var 2.640 milljónir króna.  Eiginfjárhlutfall var því 31%.  

Sjóðstreymi
Veltufé samstæðu Íslenskra aðalverktaka hf. frá rekstri á árinu 2006 var 908 milljónir króna. 

Handbært fé í lok desember 2006 var 322 milljónir króna og veltufjárhlutfall var 2,01.

Starfsemi ÍAV árið 2006 / framtíðarhorfur
Nokkur samdráttur var í íbúðarbyggingum félagsins á árinu 2006, en sala íbúðarhúsnæðis gekk áfram vel.  Tekjur félagsins jukust um 27% á milli ára og gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti á starfsemi félagsins.

Vel gekk að afla félaginu nýrra verkefna á árinu 2006 auk þess sem áfram var haldið með verkefni frá fyrra ári.  Verkefnastaða félagsins er góð.  

Veruleg tækifæri eru til áframhaldandi sóknar fyrir félagið, bæði hvað varðar fjölþættingu í rekstri og aukinna umsvif í núverandi starfsemi.  Byggingalóðir sem félagið hefur yfir að ráða eiga eftir að skapa félaginu áhugaverð verkefni á næstu árum.  Stærsta einstaka verkefni félagsins um þessar mundir er bygging Tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn, en uppbyggingin á tónlistarhúsinu og tengdum mannvirkjum er einhver umfangmesta uppbygging sem átt hefur sér stað hér á landi.  Auk framangreindra verkefna vann ÍAV að mörgum öðrum spennandi verkefnum á árinu 2006, má þar nefna stækkun Lagafossvirkjunar, skrifstofubyggingu við Borgartún 26, bygging 14 hæða nýbyggingar við Grandhótel, byggingu Háskólatorgs við Háskóla Íslands auk fjölda íbúðarbygginga og annarra verkefna.  

Nýlega hefur félagið gengið frá verksamningum um byggingu 2. áfanga Skuggahverfis fyrir 101 Skuggahverfi ehf.  ásamt því að semja við Eignarhaldsfélagið Mörkin ehf. / Nýsi hf. um fullnaðarfrágang tæplega 80 íbúða fjölbýlishúss við Suðurlandsbraut 58-62.

Hjá Íslenskum aðalverktökum hf. og dótturfélögum þess störfuðu að meðaltali  554 starfsmenn á árinu 2006 auk starfsmanna undirverktaka sem skipta hundruðum.



Attachments

Islenskir aalverktakar - 12 2006.pdf