- Ríkið gengur frá sölu hlutar síns


Í gær, þriðjudaginn 3. júlí, lauk formlega söluferli Ríkissjóðs á 15,203% hlut
sínum að nafnverði 1.133.356.000 í Hitaveitu Suðurnesja hf. Ríkissjóður óskaði
eftir tilboðum í hlutinn og voru tilboð opnuð þann 30. apríl s.l. Hæsta
tilboðið var frá Geysi Green Energy að upphæð 7.617.000.000 (gengi 6,7207) og
var undirritaður samningur milli aðila um kaupin þann 3. maí. Þá hófst 2 mánaða
forkaupsréttartímabil HS hf og síðan hluthafanna og ákvað stjórn á fundi sínum
þann 22. maí að nýta ekki forkaupsréttinn og tilkynnti það strax öðrum
hluthöfum fyrirtækisins. Forkaupsréttartímabilið rann svo út í gær þann 3. júlí
og ákváðu þá 3 hluthafanna að nýta forkaupsrétt sinn þ.e. Reykjanesbær,
Hafnarfjarðarbær og Grindavíkurbær og verður því ekki af sölu til Geysis Green
Energy að sinni a.m.k. 

Sjá viðhengi.

Attachments

hitaveita suurnesja - sala a hlut rikisins.pdf