2007


Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur skilaði 8.198 milljón króna hagnaði á fyrstu sex
mánuðum ársins samanborið við 4.769 milljón króna tap á sama tímbili árið áður. 
 
Rekstrartekjur fyrstu sex mánuði ársins námu 10.450 milljónum króna en voru
8.524 milljónir króna á sama tímabili árið áður. 

Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, var
2.535 milljónir króna samanborið við 1.749 milljónir króna á sama tímabili árið
áður. 

Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 7.500 milljónir króna á tímabilinu, en voru
neikvæðir um 9.158 milljónir króna á sama tímabili árið 2006. 

Heildareignir þann 30. júní 2007 voru 148.940 milljónir króna en voru 139.977
milljónir króna í árslok 2006. 

Eigið fé þann 30. júní 2007 var 76.795 milljónir króna en var 69.359 milljónir
króna í árslok árið 2006. 

Heildarskuldir félagsins þann 30. júní 2007 voru 72.145 milljónir króna
samanborið við 70.618 milljónir króna í árslok 2006. 

Eiginfjárhlutfall var 51,6% þann 30. júní 2007 en var 49,6% í árslok 2006.


Með nýjum lögum nr. 50/2005 um skattskyldu orkufyrirtækja varð fyrirtækið
skattskylt í samræmi við 2. gr. Laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Lögin koma til
framkvæmdar við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna á árinu 2006. Sá
hluti starfsemi OR er lýtur að rekstri vatnsveitu og fráveitu er þó áfram
undanskilinn tekjuskatti. 

Langtímaskuldir OR eru að stærstum hluta í erlendri mynt. Gengishagnaður
Orkuveitu Reykjavikur af langtímaskuldum nam 7.682 milljónum króna á
tímabilinu.  Gengisvísitala í lok júní var 114,0 en var 129,2 í árslok 2006. 

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reiknikngsskilastaðla
og er nú birtur þannig í fyrsta sinn.  Breytingin hefur þau heildaráhrif á
eigið fé, að bókfært eigið fé í ársbyrjun 2007 hækkar um 2.688 milljónir króna,
úr 137.289 milljónum í 139.977 milljónir króna.  Megin skýringin er sú að
innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum eru nú færðar í reikningsskil
fyrirtækisins. 
 
Horfur:
Horfur eru góðar um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2007. Umsvif fara
vaxandi og fjárfestingar eru miklar. Stærsta einstaka verkefnið er bygging
nýrrar virkjunar á Hellisheiði sem mun stórauka eigin orkuvinnslugetu
fyrirtækisins, og hefur 1. áfangi hennar þegar verið tekinn í notkun. 
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur, í síma 516-6000.

Attachments

or arshlutareikningur 30 6 2007 samsta aritu.pdf