Moody's tekur lánshæfiseinkunn sérvarinna skuldabréfa Kaupþings til endurskoðunar vegna hugsanlegrar lækkunar



Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur tekið
lánshæfiseinkunn sérvarinna skuldabréfa Kaupþings til endurskoðunar
vegna hugsanlegrar lækkunar, en bréfin hafa nú Aaa lánshæfiseinkunn.
Þessi ákvörðun kemur í kjölfar ákvörðunar Moody's að taka til
endurskoðunar langtímaeinkunn Kaupþing (A1), skammtímaeinkunn bankans
(P-1) og einkunn vegna fjárhagslegs styrkleika (C-), vegna
hugsanlegrar lækkunar.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri
Samskiptasviðs, í síma 444 6112.