VÍS - Maríanna Jónasdóttir dregur framboð sitt tilbaka


Í tilkynningu Maríönnu Jónasdóttur til VÍS í dag kemur fram að hún hafi ákveðið að draga framboð sitt til stjórnar félagsins tilbaka. Kemur fram að ákvörðunin sé tekin í kjölfar umræðu sem framboð hennar hafi skapað og að höfuðmáli skipti fyrir hag hvers fyrirtækis að trúverðugleiki ríki um stjórn þess.

Samkvæmt samþykktum Vátryggingafélags Íslands hf. skipa fimm einstaklingar aðalstjórn félagsins. Það verður því sjálfkjörið í aðalstjórn félagsins.

Aðalstjórn

Ásta Dís Óladóttir

Bjarni Brynjólfsson

Guðrún Þorgeirsdóttir

Helga Jónsdóttir

Steinar Þór Guðgeirsson

 

Þar sem einungis tveir hafa boðið sig fram til varastjórnar félagsins er ljóst að þeir eru einnig sjálfkjörnir.

Varastjórn

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir

Davíð Harðarson