Skeljungur: Niðurstöður aðalfundar 2017


Fimmtudaginn 16. mars 2017 var aðalfundur Skeljungs hf. haldinn á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hófst kl. 16.00.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á heimasíðu félagsins: https://www.skeljungur.is/um-skeljung/fjarfestar/.

 1. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2016.

2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu

Tillaga stjórnar um að enginn arður yrði greiddur út var samþykkt.

3. Breytingar á samþykktum

Tillögur stjórnar fólu að meginstefnu í sér tiltekt í texta og tillögu um að ekki yrði lengur varastjórn við félagið. Breytingatillaga kom fram frá Gildi lífeyrissjóði, þess efnis að gengið yrði skemur í styttingu á texta 8. gr. samþykktanna, þannig að texti, um að heimild til handa stjórn til kaupa á eigin hlutafé yrði ekki til lengri tíma en til 18 mánaða hverju sinni, héldi sér.  Tillagan var samþykkt.

Aðalfundur samþykkti að öðru leyti framlagðar tillögur að breytingum á samþykktum félagsins.

4. Starfskjarastefna

Tillaga að starfskjarastefnu var samþykkt.

5. Þóknun stjórnarmanna, undirnefnda og endurskoðanda

Tillaga um kjör stjórnarmanna, undirnefnda og endurskoðanda var samþykkt.

6. Breyting á starfsreglum tilnefningarnefndar

Aðalfundur samþykkti tillögu tilnefningarnefndar um breytingu á starfsreglum nefndarinnar.

7. Kjör stjórnarmanna félagsins

Eftirtaldir aðilar gáfu kost á sér í aðalstjórn félagsins og voru þau sjálfkjörin:

Birna Ósk Einarsdóttir
Gunn Ellefsen
Jens Meinhard Rasmussen
Jón Diðrik Jónsson
Trausti Jónsson

8. Kjör tilnefningarnefndar

Eftirtaldir aðilar gáfu kost á sér til setu í tilnefningarnefnd félagsins og voru þau sjálfkjörin:

Katrín S. Óladóttir
Trausti Fannar Valsson

9. Kjör endurskoðanda

Aðalfundur samþykkti að Reynir Stefán Gylfason, KPMG, yrði endurkjörinn endurskoðandi félagsins.

10. Önnur mál

Engin önnur mál voru löglega upp borin á fundinum og var honum slitið kl. 17.11.

*             *             *

Eftir aðalfund var haldinn stjórnarfundur, þar sem stjórn skipti með sér verkum.

Jón Diðrik Jónsson var kjörinn til áframhaldandi stjórnarformennsku. Til áframhaldandi varaformennsku var kjörinn Trausti Jónsson.

Í endurskoðunarnefnd tóku sæti Helena Hilmarsdóttir, Trausti Jónsson og Jens Meinhard Rasmussen. Í starfskjaranefnd tóku sæti Jón Diðrik Jónsson og Birna Ósk Einarsdóttir. Þá var Jón Diðrik Jónsson tilnefndur til setu af hálfu stjórnar í tilnefningarnefnd.

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Agnes Kro, regluvörður, s: 840-3026, tölvup. regluvordur@skeljungur.is.