Íslandsbanki hf.: Fitch staðfestir lánshæfismat í BBB með stöðugum horfum


Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur í dag staðfest lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/F3 með stöðugum horfum.

Fitch vísar í mati sínu til sterkrar stöðu Íslandsbanka á innlendum markaði þar sem bankinn hefur um 30% hlutdeild, auk þess sem eignasafn bankans er sagt traust, fjármögnun hans stöðug og lausa- og eiginfjárhlutföll há.

Áframhaldandi áhersla Íslandsbanka á innlendan markað ásamt traustum ramma um áhættustýringu mun að mati Fitch halda áfram að styrkja eignahlið efnahagsreiknings bankans en vanskilahlutfall lána hjá bankanum hefur lækkað stöðugt frá árinu 2010. 

Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengsl - Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.