Framboð til stjórnar Haga hf.


Stjórn Haga hf. hefur boðað til hluthafafundar í félaginu, sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík, föstudaginn 18. janúar 2019 kl. 09:00.

Á dagskrá fundarins er kosning stjórnar en framboðsfrestur rann út þann 13. janúar sl. kl. 09:00. Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins, í stafrófsröð:

  1. Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nordic Visitor
  2. Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Slippsins Akureyri
  3. Erna Gísladóttir, forstjóri og eigandi BL ehf.
  4. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir
  5. Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands
  6. Kristján Óli Níels Sigmundsson, bifreiðastjóri og fjárfestir
  7. Sandra Hlíf Ocares, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
  8. Stefán Árni Auðólfsson, lögmaður hjá LMB lögmönnum slf.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur má sjá í meðfylgjandi skjali. Tillaga tilnefninganefndar um stjórnarmenn er einnig meðfylgjandi.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum. Er það mat stjórnar Haga hf. að öll framboð séu gild sbr. 63. gr. a. í hlutafélagalögum. Þá telur stjórn alla frambjóðendur vera óháða félaginu, stjórnendum og stórum hluthöfum þess.

Stjórn Haga hf. barst krafa um að beitt verði margfeldiskosningu til stjórnar félagsins sem fram fer á hluthafafundinum. Sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög skal krafa um margfeldiskosningu koma frá hluthöfum sem hafa yfir að ráða minnst 10% hlutafjár í félaginu. Tilskyldum hluta var ekki náð og verður því beitt meirihlutakosningu við stjórnarkjörið, sbr. samþykktir félagsins.


Stjórn Haga hf.

Viðhengi


Attachments

Framboð til stjórnar Haga 18.01.19 Tillaga tilnefninganefndar um stjórnarmenn í Högum hf - 11 jan 2019