Niðurstöður hluthafafundar Arion banka 9. ágúst 2019


Hluthafafundur Arion banka hf. var haldinn föstudaginn 9. ágúst kl. 16:00 í Borgartúni 19, 105 Reykjavík.

Helstu niðurstöður fundarins:

Paul Richard Horner og Gunnar Sturluson voru kjörnir nýir í stjórn bankans. Í stjórn bankans sitja nú ásamt þeim tveimur þau Brynjólfur Bjarnason (formaður), Herdís Dröfn Fjeldsted (varaformaður), Liv Fiksdahl, Renier Lemmens og Steinunn Kristín Þórðardóttir.

Júlíus Þorfinnsson var kjörinn í tilnefningarnefnd bankans og situr hann í þeirri nefnd ásamt Herdísi Dröfn Fjeldsted og Sam Taylor (formaður).

Tillaga að ályktunum til félagsstjórnar frá Rúnari Einarssyni, hluthafa í bankanum, var ekki samþykkt.

Nánari upplýsingar um hluthafafundinn má nálgast á vef bankans og hjá Theódóri Friðbertssyni, fjárfestatengslum Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 444 6760, og Haraldi Guðna Eiðssyni, samskiptasviði Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s. 856 7108.

 

Viðhengi


Attachments

Samþykktir hluthafafundar Arion banka 9 ágúst