Aðalfundur Sjóvá 12. mars 2021 - Endanlegar tillögur og dagskrá. Upplýsingar um skráningu og rafræna þátttöku


Samkvæmt samþykktum Sjóvá-Almennra trygginga hf. skal a.m.k. þremur dögum fyrir aðalfund birta upplýsingar um þær tillögur og ályktanir sem lagðar verða fyrir fundinn og eftir atvikum endurskoðaða dagskrá fundarins.

Engar kröfur um tiltekin mál eða tillögur bárust frá hluthöfum innan tilskilins frests sem var þann 2. mars sl. og er dagskrá aðalfundar því óbreytt frá fyrri tilkynningu félagsins 18. febrúar 2021. Fyrir aðalfundinum liggja því óbreyttar tillögur og ályktanir frá stjórn félagsins sbr. meðfylgjandi viðhengi.

Líkt og getið var um í aðalfundarboði þann 18. febrúar sl. þá verður aðalfundur Sjóvár haldinn í fundarsölum H og I á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, föstudaginn 12. mars kl. 15:00. Jafnframt er gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum, án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað, í gegnum aðalfundakerfi Lumi AGM. Rafræn þátttaka mun því jafngilda mætingu á fundinn og veita þátttöku í honum að öðru leyti.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á að sækja fundinn, hvort sem þeir ætla að mæta á fundarstað eða taka þátt í fundinum með rafrænum hætti, þurfa að skrá sig til að nálgast aðgangsupplýsingar á vefsvæðinu www.smartagm.com eigi síðar en kl. 17:00 þann 11. mars, eða degi fyrir fundardag, þar sem ekki er hægt að tryggja aðgang að fundinum berist skráning eftir þann tíma. Með innskráningu skal fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Þeir sem skrá sig til fundar með rafrænum hætti fá aðgang að streymi af fundinum, geta kosið rafrænt og borið upp skriflegar spurningar. Atkvæðagreiðsla á fundinum mun eingöngu fara fram í gegnum aðalfundarkerfi Lumi AGM. Allir hluthafar, hvort sem þeir mæta til fundarins á fundarstað eða taka þátt með rafrænum hætti, eru hvattir til að hlaða niður smáforriti Lumi AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM á tölvu eða spjaldtölvu.

Í ljósi samkomutakmarkana eru þeir hluthafar sem hyggjast mæta á fundinn á fundarstað beðnir um að láta vita um mætingu á fundinn við fyrsta tækifæri með því að senda skilaboð á fjarfestar@sjova.is svo hægt sé að áætla þann fjölda sem mætir.

Nánari leiðbeiningar um skráningu á aðalfundinn og rafræna þátttöku og atkvæðagreiðslu er hægt að finna á vefsvæði félagsins https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/adalfundur-2021/ . Þar er jafnframt að finna önnur fundargögn og frekari upplýsingar tengdar aðalfundinum.

Viðhengi



Attachments

Sjóvá - Dagskrá aðalfundar 2021 Sjóvá - Tillögur stjórnar fyrir aðalfund 2021