Breytingar í framkvæmdastjórn Eimskips


Böðvar Örn Kristinsson tekur í dag tímabundið við stöðu framkvæmdastjóra Innanlandssviðs Eimskips þar sem Guðmundur Nikulásson, sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2009,  stígur til hliðar vegna heilsufarsástæðna. Samhliða þessu verða gerðar þær breytingar á Innanlandssviði að hafnarstarfsemi á Íslandi þar með talið rekstur Sundahafnar, sem heyrt hefur undir Innanlandssvið, verður hluti af Rekstrarsviði en Hilmar Pétur Valgarðsson er framkvæmdastjóri þess sviðs. Innanlandsviði munu nú tilheyra innanlandsflutningar og vöruhúsastarfsemi á Íslandi.

Böðvar Örn hefur starfað hjá Eimskip í 17 ár í verkefnum sem tengjast innanlandsflutningum m.a. í sölumálum og sem rekstrarstjóri á Innanlandssviði.  Síðustu ár hefur hann svo starfað sem forstöðumaður innanlandsflutninga og hefur því víðtæka þekkingu á félaginu sem og flutningageiranum.

Böðvar er með B.S. í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. í flutningahagfræði og flutningaþjónustu frá Erasmus University í Rotterdam. Böðvar er giftur Þórdísi Ómarsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á investors@eimskip.is.

Viðhengi



Attachments

Eimskip Group - Org. Chart Íslenska Böðvar