Sýn hf.: Framkomin framboð


Eftirtalin gefa kost á sér til stjórnar, varastjórnar og tilnefningarnefndar Sýnar á aðalfundi, sem haldinn verður föstudaginn 18. mars 2022 kl. 15:00.

Framboð til aðalstjórnar:
*  Hjörleifur Pálsson
*  Jóhann Hjartarson
*  Páll Gíslason
*  Petrea Ingileif Guðmundsdóttir
*  Sesselía Birgisdóttir
*  Sólveig R. Gunnarsdóttir
Framboð til varastjórnar:
*  Óli Rúnar Jónsson
*  Salóme Guðmundsdóttir

Framboðsfrestur er nú útrunninn og hefur stjórn félagsins staðfest lögmæti framboðanna. Í samþykktum Sýnar hf. kemur fram að fimm skipa stjórn félagsins og tveir sitja í varastjórn. Því mun kosning fara fram til stjórnar en sjálfkjörið verður til varastjórnar. Nánari upplýsingar um frambjóðendur sem tilnefningarnefnd mælir með er að finna í skýrslu tilnefningarnefndar, sem birt var með aðalfundarboði þann 24. febrúar sl., sem og í viðauka við þá skýrslu sem er meðfylgjandi þessari tilkynningu.

Framboð til tilnefningarnefndar:
Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum jafnframt tækifæri á að kjósa tvo af þremur í tilnefningarnefnd. Þriðji meðlimur í tilnefningarnefnd er tilnefndur af stjórn félagsins.
Framboð til tilnefningarnefndar:
*  Guðríður Sigurðardóttir
*  Þröstur Olaf Sigurjónsson

Þar sem einungis tvö framboð til tilnefningarnefndar bárust innan framboðsfrests verða þeir nefndarmenn sem kosnir eru á aðalfundi félagsins sjálfkjörnir.

Nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á slóðinni: https://syn.is/fjarfestatengsl/adalfundur

Viðhengi



Attachments

Tilnefningarnefnd Sýnar hf. - Viðauki - 2022 - final