Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup Haga hf. á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í 12. viku 2022 keyptu Hagar hf. 2.460.000 eigin hluti fyrir kr. 188.075.000 eins og hér segir:

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð Kaupverð (kr.) Eigin hlutir eftir viðskipti
21.3.2022 09:34 480.000 76,50 36.720.000 18.391.797
22.3.2022 09:37 480.000 76,00 36.480.000 18.871.797
23.3.2022 10:08 500.000 77,00 38.500.000 19.371.797
24.3.2022 10:32 500.000 76,25 38.125.000 19.871.797
25.3.2022 10:31 500.000 76,50 38.250.000 20.371.797
    2.460.000   188.075.000 20.371.797


Er hér um að ræða tilkynningu um kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem hrint var í framkvæmd þann 3. mars 2022, sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 2. mars 2022.

Hagar hafa keypt samtals 5.504.734 hluti í félaginu sem samsvarar 4,98% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 407.639.917 sem samsvarar 81,53% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir. Hagar eiga nú samtals 1,76% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.154.232.879.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 110.556.225 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en 500 milljónir króna. Áætlunin er í gildi til 1. júní 2022, eða fram að aðalfundi félagsins 2022, nema ef skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma. Framkvæmd endurkaupaáætlunar og tilkynningar um viðskipti með eigin bréf eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995,  5. gr. MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum), sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB, sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir, og eftir atvikum II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005, um innherjaupplýsingar og markaðssvik.